[sam_zone id=1]

Meistaradeild kvenna – Plovdiv áfram eftir gullhrinu

Þriðju umferð meistaradeildar kvenna lauk um helgina en þá fóru fram seinni leikir liðanna. Það var ekki mikil spenna í umferðinni í fyrstu þremur leikjunum en þar voru það sigurstranglegu liðin sem unnu nokkuð örugga sigra.

Það var hinsvegar mikið fjör í Rússlandi þar sem Krasnoyarsk mætti Plovdiv frá Búlgaríu. Fyrri leikur þessara liða hafði farið í odaahrinu þar sem rússarnir voru sterkari. Í seinni leiknum snérist leikurinn hinsvegar við og Plovdiv sigraði leikinn eftir oddahrinu. Plovdiv lenti 2-0 undir en sneri þá leiknum sér í vil og unnu þrjár næstu hrinur leiksins. Það þurfti því að grípa til gullhrinu til að skera úr um hvort liðið myndi fara áfram í næstu umferð. Þar fullkomnuðu gestirnir endurkomu sína og sigruðu gullhrinuna 11-15.

Það er því ljóst eftir þessa þriðju umferð að liðin sem fara áfram í riðlakeppnina eru, Vakifbank Istanbul, Maritza Plovdiv, Developres Skyres Rzeszow og Imoco Volley Conegliano.

Úrslit helgarinanr

Vakifbank Istanbul – Minchanka Minsk 3-0 (25-21, 25-16, 25-16)
Stigahæstar: Lonneke Slöetjes Vakifbank 14 stig, Nadseya Stoliar Minsk 9 stig

Yenisei Krasnyoarsk – Maritza Plovdiv 2-3 (25-20, 25-19, 22-25, 25-27, 12-15) Gullhrina: 11-15
Stigahæstar: Tanya Petkova Plovdiv 18 stig, Natalia Malykh Krasnyoarsk 17 stig

Developres Skyres Rzeszow – Nova KBM Branik Maribor 3-1 (25-15, 25-20, 20-25, 27-25)
Stigahæstar: Helene Rousseaux Rzeszow 16 stig, Iza Mlakar Maribor 31 stig

Imoco Volley Conegliano – Sliedrecht Sport 3-0 (25-10, 25-12, 25-7)
Stigahæstar: Samantha Ramos Conegliano 12 stig, Christie Wolt Sliedrecht 6 stig

Nánari tölfræði má sjá hér.