[sam_zone id=1]

Riðlarnir fyrir Evrópumótið 2019 eru tilbúnir!

Riðlarnir fyrir undankeppni Evrópumóts karla og kvenna í blaki 2019 voru birtir í dag. Karlarnir eru með sjö riðla, en konurnar sex. Öll liðin í riðlunum munu spila við hvort annað tvisvar sinnum, einu sinni á útivelli og einu sinni á heimavelli. Tólf lið eru þegar komin á EM 2019 í hvoru kyni, en tólf lið munu bætast við eftir þessa riðla.

Íslenska kvennalandsliðið

Íslenska kvennalandsliðið er í A-riðli með Belgíu, Ísrael, og Slóveníu. Það lið sem sigrar sinn riðil eða lendir í öðru sæti kemst áfram á EM 2019. Stelpurnar spila sex leiki í heildina, þrjá á heimavelli, og þrjá á útivelli. Hér er dagskráin:

 1. leikur – 15. ágúst 2018
 2. leikur – 18. eða 19. ágúst 2018
 3. leikur – 22. ágúst 2018
 4. leikur – 25. eða 26. ágúst 2018
 5. leikur – 5. eða 6. janúar 2019
 6. leikur – 9. janúar 2019

Íslenska karlalandsliðið

Íslenska karlalandsliðið er í C-riðli með Slóvakíu, Svartfjallalandi, og Moldóvíu. Það lið sem sigrar sinn riðil eða lendir í öðru sæti kemst áfram á EM 2019. Strákarnir spila sex leiki í heildina, þrjá á heimavelli, og þrjá á útivelli. Hér er dagskráin:

 1. leikur – 15. ágúst 2018
 2. leikur – 18. eða 19. ágúst 2018
 3. leikur – 22. ágúst 2018
 4. leikur – 25. eða 26. ágúst 2018
 5. leikur – 5. eða 6. janúar 2019
 6. leikur – 9. janúar 2019

Fyrirkomulag í undankeppni Evrópumótsins hefur aðeins breyst en nú geta öll lið innan Evrópu skráð sig í fyrstu umferð. Eins og frægt er þá varð kvennalandsliðið Evrópumeistari C þjóða í sumar og vann sér því keppnisrétt á mótið samkvæmt gamla fyrirkomulaginu.

Eftir breytingarnar er hinsvegar ljóst að Evrópukeppni Smáþjóða hefur lítið sem ekkert vægi. Liðin vinna sér ekki lengur keppnisrétt og þá virðast liðin ekki fá nein stig inná heimslista FIVB. Það verður því fróðlegt að fylgjast með örlögum keppninnar.

Enn heldur Blaksambandið hinsvegar áfram að stækka umfang landsliðana og nokkuð ljóst að landsliðsstarfið hefur aldrei verið stærra. Nú fáum við loksins stór lið til landsins og verður gaman að geta tekið á móti nýjum þjóðum.