[sam_zone id=1]

Þróttur og HK mætast í Mizunodeild kvenna í kvöld

Í kvöld kl 20:15 fer fram einn leikur í Mizunodeild kvenna. Þróttur Reykjavík fær HK í heimsókn í Laugardalinn og er fyrirfram búist við hörkuleik.

Bæði liðin hafa aðeins leikið einn leik í Mizunodeildinni í vetur, en bæði lið mættu Aftureldingu. Afturelding vann báða leikina 3-0. HK og Þróttur Reykjavík hafa þó mæst einu sinni á tímabilinu, en það var á Haustmóti BLÍ í september. Aðeins eru spilaðar tvær unnar hrinur á Haustmótinu, og fór HK með sigur 1-2 (25-21, 15-25, 13-15). Liðin ættu því að vera nokkuð jöfn og ætti þetta að verða spennandi viðureign í kvöld.

Hægt er að lesa um lið HK hér.

Hægt er að lesa um lið Þróttar hér.

Blakfréttir hvetur alla til þess að fjölmenna í Laugardalshöllina kl 20:15 í kvöld og skapa góða blakstemningu.