[sam_zone id=1]

HK með yfirburði í Laugardalshöll

Einn leikur fór fram í Mizunodeild kvenna í kvöld en Þróttur Reykjavík tók á móti HK.

HK átti ekki í miklum vandræðum í leiknum en HK byrjaði leikinn með 25-13 sigri í fyrstu hrinu. Líney Guðmundsdóttir leikmaður HK átti alls 5 ása í röð í hrinunni en alls skoraði HK 9 ása í fyrstu hrinu. Bæði lið gerðu mikið af mistökum og áttu liðin á köflum erfitt með að byggja upp góðan sóknarleik.

HK hélt áfram á sömu braut í annari hrinu og náði þar sigri 25-19, Þróttur kom sér hinsvegar aðeins inní leikinn og í þriðju hrinu veittu þær HK loks einhverja mótsspyrnu. Þróttur var inní hrinunni stærstan hluta hrinunnar en undir lokin gaf HK í og náði að landa sigri í hrinunni 25-23 og þar með sigur í leiknum 3-0.

Stigahæst í leiknum var Matthildur Einarsdóttir leikmaður HK með 17 stig, næst á eftir henni kom Líney Inga Guðmundsdóttir með 13 stig. Stigahæst í liði Þróttar var Brynja Guðjónsdóttir með 7 stig.