[sam_zone id=1]

Þjálfarar spá í spilin – Mizunodeild kvenna

Um helgina báðum við þjálfara í Mizunodeildum karla og kvenna að segja okkur hvernig þeir spá því að úrslitin í Mizunodeildunum munu verða í ár. Svona kannanir eru oft gerðar vikulega erlendis í ýmsum íþróttum, en við ákváðum hinsvegar að prófa þetta í byrjun tímabilsins hér í blakinu á Íslandi.

Allir þjálfararnir í Mizunodeildunum tóku þátt, en taka skal fram að þjálfararnir eru ekki búnir að sjá öll liðin spila, og er þetta einungis spár sem eru byggðar á ágiskunum. Þessi könnun var því aðeins gerð til gamans.  Við byrjum á Mizunodeild kvenna:

Mizunodeild Kvenna

Afturelding               35 stig

Þróttur Nes               29 stig

Stjarnan                    25 stig

HK                            25 stig

KA                            16 stig

Þróttur Reykjavík     9 stig

Völsungur                 8 stig

Afturelding varð Haustmótsmeistari í síðasta mánuði

Afturelding fékk nánast fullt hús stiga, en mest var hægt að fá 36 stig. Afturelding er með gríðarlega sterkt lið í ár, en liðið er vel samblandað af erlendum atvinnumönnum, leikmönnum sem hafa verið í íslenska landsliðinu, og ungum og efnilegum leikmönnum.

Í öðru sæti er unga og efnilega lið Þróttar Neskaupstað. Þróttur Nes er með tvo erlenda atvinnumenn og síðan unga íslenska leikmenn sem eru flestar á menntaskólaaldri.

Stjarnan og HK fengu bæði 25 stig og eru því jöfn í þriðja og fjórða sæti. Lið HK er mjög breytt frá því á síðasta tímabili, og samanstendur nú af landsliðskonum, og ungum og efnilegum leikmönnum sem eru margar hverjar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk. Stjarnan er með tvo erlenda atvinnumenn, leikmenn úr íslenska landsliðinu, aðra leikmenn, og ungar og efnilegar stelpur.

KA er í fjórða sæti með 16 stig. Lið KA er mjög breytt frá því á síðasta tímabili og verður gaman að sjá hvað nýi þjálfarinn þeirra, Lorenzo, mun gera með liðið. Liðið er með tvo erlenda atvinnumenn og einnig marga unga og efnilega leikmenn.

Þróttur Reykjavík er í fimmta sæti með 9 stig, og Völsungur í því sjötta með 8 stig. Bæði þessi lið eru með nýja þjálfara á þessu tímabili. Hvorugt liðið er með erlendann atvinnumann og er mikið um unga og efnilega leikmenn í báðum liðum.

 

Nú verður gaman að fylgjast með deildini og sjá hvort að þjálfararnir reynast sannspáir. Geta liðin í lægri sætunum afsannað þetta og tryggt sér deildarmeistaratitil?

Næstu leikir í Mizunodeild kvenna eru á miðvikudaginn 11. október þegar KA fær Völsung í heimsókn, og Þróttur Reykjavík tekur á móti HK í Laugardalshöllinni.