[sam_zone id=1]

Valþór Ingi Karlsson og félagar í ASV Arhus af stað í dönsku úrvalsdeildinni

Úrvalsdeild karla í danmörku fór af stað í dag en Valþór Ingi Karlsson fyrrum leikmaður KA er þar eini íslendingurinn í ár.

Lið Valþórs, ASV Arhus lék í dag gegn Middelfart og töpuðu þeir leiknum 3-1( 23-25, 25-15, 25-18, 25-14). Þrátt fyrir góða byrjun Arhus í leiknum þá virtist allveg slökkna á þeim í 3. og 4. hrinu en þar hafði Middelfart mikla yfirburði.

Valþór Ingi var ekki í byrjunarliði Arhus í dag en hann kom þó við sögu í 2. og 4. hrinu. Næsti leikur ASV Arhus er 14.október gegn Aalborg Volleyball.