[sam_zone id=1]

Þróttur Nes með annan sigur á KA

Þróttur Nes fór með annan sigur á KA rétt í þessu, en liðin mættust í Mizunodeild kvenna í KA-heimilinu. Þróttur Nes sigraði leikinn 0-3 (16-25, 18-25, 9-25). Liðin leiku síðast á móti hvort öðru í gær þegar Þróttur Nes sigraði einnig 0-3.

Leikurinn í dag var aðeins jafnari en í gær þar sem KA náði að standa  betur í sterku liði Þróttar. En Þróttararnir litu mjög vel út og virtust vel spilaðar saman og fóru því með frekar auðveldan sigur 0-3.

Paula Del Olmo Gomez, leikmaður Þróttar Nes, átti stórleik í dag og var lang stigahæst í leiknum með 19 stig, þar með 12 úr sókn, 4 úr uppgjöf, og þrjár hávarnir. Stigahæst í liði KA var María Díaz Perez með 6 stig, öll úr sókn.

Þróttur Nes er nú með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina á tímabilinu. Þær eru núna komnar í mánaðarpásu og leika næst á móti Íslands- og Deildarmeisturum HK, 10. og 11. nóvember. KA mætir hinsvegar Völsung í á miðvikudaginn 11. október.