[sam_zone id=1]

Berglind Gígja Jónsdóttir hafði betur gegn Gígju Guðnadóttir í dönsku úrvalsdeildinni

Fortuna Odense Volley tók í dag á móti Ikast KFUM í úrvalsdeild kvenna í Danmörku en með liðunum leika tveir íslendingar.

Berglind Gígja Jónsdóttir er leikmaður Fortuna Odense en Gígja Guðnadóttir leikur með Ikast, þarna voru því íslendingar að mætast í dönsku úrvalsdeildinni.

Lið Berglindar Gígju hafði betur í leiknum 3-1 (25-19, 18-25, 25-19, 25-23) eftir hörkubaráttu í 4.hrinu. Bæði lið sýndu góðan leik og voru margar langar skorpur í leiknum. Það voru hinsvegar leikmenn Fortuna Odense sem voru stöðugari og og réðu liðsmenn Ikast illa við sterkar uppgjafir Fortuna. Fortuna skoraði 13 stig beint úr uppgjöf í leiknum og átti Berglind Gígja 4 þeirra.

Berglind Gígja Jónsdóttir skoraði 5 stig fyrir Fortuna Odense en Gígja Guðnadóttir skoraði 1 stig fyrir Ikast, báðar voru þær í byrjunarliðum liðanna.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í deildinni og tillir Fortuna sér á toppinn á meðan Ikast vermir bottnsætið. Næsti leikur Fortuna í deildinni er 22.október gegn Holte. Næsti leikur Ikast í deildinni er sama dag gegn Elite Volley Aarhus.