[sam_zone id=1]

Þróttur Nes með öruggan sigur á KA

Þróttur Nes var rétt í þessu að sigra KA örugglega í þriggja hrinu leik í KA-heimilinu. Leikurinn fór 0-3 (15-25, 14-25, 10-25).

Þróttur Nes var með leikinn í höndum sér allan tímann. Stigahæst í leiknum var María Díaz Perez, leikmaður KA með 9 stig, öll úr sókn. Stigahæst í liði Þróttar Nes var Særún Birta Eiríksdóttir með átta stig, á eftir henni var Paula Del Olmo Gomez með sjö stig, og síðan Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og María Bóel Guðmundsdóttir með sex stig hvor.

Liðin leika aftur á morgun kl 13:00 í KA-heimilinu.