[sam_zone id=1]

Theódór með stórleik í sigri Tromsø

Íslendingaliðið Tromsø lék sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í dag en með liðinu leika Kristján Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson, en Theódór gekk til liðs við liðið fyrir þetta tímabil. Þetta er hinsvegar annað tímabil Kristjáns með liðinu.

Leikurinn í dag var jafn og spennandi og ljóst að lið Koll ætlaði ekki að gefa ríkjandi bikarmeisturum neitt eftir í leiknum. Tromsø byrjaði leikinn þó betur og sigraði fyrstu hrinuna 22-25.
Koll byrjaði af krafti í annari hrinu og komst 4-5 stigum yfir í byrjun hrinunnar. Þegar leið á hrinuna sótti Tromsø þó í sig veðrið og eftir að þeir settur meiri pressu í uppgjafirnar fengu þeir hávörnina í gang. Það fór því svo að Tromsø vann aðra hrinuna 20-25.
Eins og í annari hrinunni voru það Koll sem voru fyrri úr startblokkunum. Tromsø voru þó ekkert að stressa sig frekar en fyrr í leiknum og söxuðu hægt og rólega á forskot Koll. Þeir komust síðan yfir undir lok hrinunnar og þrátt fyrir hetjulega baráttu hjá Koll var það Theódór Óskar sem skoraði síðasta stig leiksins og tryggði Tromsø sigur í hrinunni 23-25.

Maður leiksins í dag var Theódór Óskar og hann átti mjög flottan leik í dag og skilaði 19 stigum fyrir Tromsø í dag. Kristján spilaði einnig allan leikinn í dag og skoraði hann 3 stig í dag.

Tromsø byrjar því tímabilið að krafti en þær eiga næst leik gegn noregsmeisturum Førde á laugardaginn eftir viku á sínum heimavelli í Tromsø.

Hér má sjá úrslit og stöðu í deildinni.