[sam_zone id=1]

Mizunodeild kvenna upphitun: KA

Nú fer að styttast í fyrsta leik KA í Mizunodeild kvenna en KA mætir í dag Þrótti Neskaupstað á Akureyri, það er því ekki seinna vænna en að birta smá upphitun fyrir lið KA.

KA réði fyrir tímabilið nýjan þjálfara og fékk til sín tvo erlenda leikmenn, KA er því með töluvert breytt lið frá því í fyrra. KA á ekki marga titila á bakinu í meistaraflokki kvenna en KA varð Deildarmeistari 2005 og er það eini titill félagsins í kvennaflokki.

Titlar KA frá upphafi:

Deildarmeistarar: 2005

 

KA endaði í 5.sæti Mizunodeildarinnar í fyrra með 17 stig aðeins 5 stigum frá sæti í úrslitakeppninni, þá rétt missti KA af sæti í undanúrslitum bikarsins. Stigahæsti leikmaður KA í fyrra var Unnur Árnadóttir með 147 stig í 17 leikjum. KA hefur undanfarin ár leikið mikið á ungum og efnilegum leikmönnum sem þó hafa notið leiðsagnar reynslumikilla leikmanna á borð við Huldu Elmu Eysteinsdóttur og Birnu Baldursdóttur. KA hefur aðeins unnið einn titil í kvennaflokki en liðið varð deildarmeistari árið 2005.

Viðtal

Við heyrðum aðeins í nýráðnum þjálfara liðsins, Lorenzo Ciancio og spurðum hann nokkura spurninga.

Jæja Lorenzo, nú stýrir þú nýju liði þetta tímabilið eftir að hafa skipt yfir frá Völsungi, hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið hjá ykkur og hvernig lýst þér á nýja liðið?

Undirbúningstímabilið hefur gengið vel, við höfum verið að vinna með stóran leikmannahóp áður en við fækkum niður í 14 leikmenn sem koma til með að skipa liðið í vetur. Hvað varðar Völsung þá langar mér að nýta tímann og þakka öllu því frábæra fólki sem kom að liðinu á meðan ég var þar, bæði leikmenn og svo Bjarni Páll og Valgeir Páll.

Hvað varðar KA þá get ég sagt að ég er mjög ánægður að vera kominn aftur norður, mér líður eins og heima og hef ég bara gott um klúbbinn að segja. Allir eru að gera sitt besta bæði leikmenn og stjórn þannig að ég er mjög ánægður og stoltur að vera hérna. Einnig er ég mjög ánægður að geta unnið nánar með Filip Szewczyk.

KA hefur misst nokkra leikmenn frá því í fyrra, Hildur Davíðsdóttir og Unnur Árnadóttir munu leika erlendis í vetur og þá mun Caila Stapelton sem kom til liðsins seinni hluta tímabils í fyrra og gerði góða hluti, ekki heldur leika áfram með liðinu. Eru einhverjar frekari breytingar á liðinu ?

Hildur og Unnur hafa verið mikilvægir leikmenn fyrir KA undanfarin ár og verður þeirra svo sannarlega saknað. Við höfum hinsvegar notað undirbúningstímabilið til að stoppa í þessi göt sem hafa myndast. Hvað Cailu varðar þá þekkti ég ekki næginlega vel til hennar og get því ekki sagt mikið um hana en ég veit þó að hún gerði góða hluti. Ég get aðeins óskað henni alls hins besta. Ég er fullviss um að við tókum rétta ákvörðun með þann leikmann sem við fengum í hennar stað.

KA fékk til sín uppspilara frá Bandaríkjunum, Ljeoma Morunu, meigum við eiga vona á því að þið styrkið liðið enn frekar?

Já, við fengum einnig nýlega til okkar kanntsmassara frá Spáni, Maria Diaz Perez, hún kemur til með að styrkja liðið og hækka gæðin. Bæði Maria og Ljeoma koma til með að hjálpa ungu leikmönnunum að þroskast.

KA rétt missti af sæti í undanúrslitum Kjörísbikarsins í fyrra og komust ekki í úrslitakeppnina, hver eru markmið liðsins í vetur ?

Aðalmarkmiðið og þá sérstaklega hjá mér er að læra að spila betra blak, að verða lið sem getur spilað vel á móti hvaða liði sem er. Og með því markmiði erum við að reyna að búa til kerfi sem ásamt liðsvinnu  mun koma til með að hjálpa okkar leikmönnum að ná því besta út úr þeim. Ég trúi því að ef okkur tekst að fara eftir þessu kerfi þá munu góð úrslit fylgja í kjölfarið.

Hver telur þú að verði ykkar helsti keppinautur í vetur ?

Okkar helsti keppinautur mun klárlega vera við sjálf, okkar persónulegu markmið. Aðeins með því að berjast gegn okkur sjálfum þá verðum við tilbúin til að mæta hvaða liði sem er og ná góðum úrslitum í deildinni.

Þetta viðhorf er fyrst og fremst einhvað sem ég trúi á sjálfur, þetta er einhvað sem þjálfara og leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu hafa margoft sýnt okkur, að það er hægt að ná frábærum úrslitum með góðu hugarfari. Vill ég einnig þakka þeim fyrir frábært sumar.

Til að enda þetta þá vill ég óska öllum liðum, bæði þjálfurum og leikmönnum góðs gengis í vetur.

Leikmannahópur KA

Leikmannahópur KA er töluvert breyttur frá síðasta tímabili. KA hefur fengið til sín þær María Diaz Perez frá Spáni og Ljeomu Morunu frá Bandaríkjunum. Þá hefur KA misst þær Unni Árnadóttir og Hildi Davíðsdóttur en báðar héldu þær erlendis til að spila.

Vert að fylgjast með:

Eins og alltaf þegar það koma erlendir leikmenn inní liðin þá er alltaf spennandi að fylgjast með þeim. KA fékk til liðsins erlendan uppspilara í lok síðasta tímabils og breytti hún gjörsamlega spili liðsins, það verður því fróðlegt að sjá hvernig erlendu leikmennirnir koma inní liðið í vetur og ef þær ná að breyta leik liðsins jafn mikið og Caila Stapelton gerði í fyrra, þá eru KA stelpur í góðum málum í vetur.

Ljeoma Morunu

Farnar/komnar

Komnar:

Maria Diaz Perez – Spánn
Ljeoma Morunu – Bandaríkin

Farnar:

Unnur Árnadóttur – Danmörk
Hildur Davíðsdóttir – Bandaríkin

Ekki með í vetur:

Hulda Elma Eysteinsdóttir
Birna Baldursdóttir

 

Leikmannahópur KA tímabilið 2017/2018

1 Halldóra Margrét Bjarnadóttir
2 Heiðrún Júlía Gunnarsdóttir
4 Jóna Margrét Arnarsdóttir
5 Eyrún Tanja Karlsdóttir
7 Maria Diaz Perez
8 Sóley Karlsdóttir
9 Ásta Lilja Harðardóttir, Fyrirliði
10 Arnrún Eik Guðmundsdóttir
11 Andrea Þorvaldsdóttir
12 Hrönn Gunnarsdóttir
13 Helga Guðrún Magnúsdóttir
15 Ijeoma Moronu
18 Ninna Rún Vésteinsdóttir
19 Rut Jónsdóttir