[sam_zone id=1]

Mizunodeild karla upphitun: KA

Mizunodeild karla fer af stað um helgina og því er ekki seinna vænna en að henda í loftið upphitun fyrir liðin en KA tekur á móti Þrótti Nes í leik helgarinnar í Mizunodeild karla.

KA

KA hefur á undanförnum árum ávallt verið í titilbaráttu, þá einna helst í úrslitakeppni og bikarkeppni en KA hefur ekki unnið deildina síðan árið 2011. KA hefur alls unnið 16 titila frá upphafi.

Titlar KA frá upphafi:

Íslandsmeistarar: 1989, 1991, 2010, 2011
Bikarmeistarar: 1991, 1992, 2010, 2011, 2012, 2015, 2016
Deildarmeistarar: 1989, 1991, 1994, 2010, 2011

KA endaði í 4.sæti Mizunodeildar karla eftir harða baráttu við Aftureldingu um sæti í úrslitakeppninni. KA mætti því Stjörnunni í undanúrslitum en varð þar undir í baráttunni um sæti í úrslitum. KA datt hinsvegar út í 8 liða úrslitum í bikarnum og því ljóst að engir titlar færu norður á síðasta tímabili.

Viðtal:

Við heyrðum aðeins í þjálfara liðsins, Filip Szewczyk og spurðum hann nokkura spurninga.

Fyrsti leikur um helgina, hvernig leggst hann í þig ?

Við komum sterkir til leiks, þetta er fyrsti leikur tímabilsins og það eru allir æstir í því að byrja. Við erum með nokkra nýja leikmenn og þeir munu án efa koma til með að styrkja liðið.

Nú hafið þið styrkt ykkur með komu Quentin Moore en í fyrra fenguð þið til ykkar Mason Casner og svo komu tveir ungir strákar einnig norður fyrir veturinn, hvernig lýst þér á hópinn ?

Hópurinn er flottur, við erum með marga jafna leikmenn sem þýðir að við verðum með töluvert meiri breidd en áður.

Er von á frekari breytingum á liðinu?

Við eigum ekki von á frekari styrkingu en við munum hinsvegar njóta hjálpar frá reynsluboltum úr félaginu eins og t.d. Davíð Búa Halldórssyni, og Val Traustasyni,  Valur er út á sjó eins og er og hef ég ekki náð að ræða við hann en ég býst við því að hann sé tilbúinn að hjálpa okkur ef þörf er á.

Nú urðuð þið bikarmeistarar tvö ár í röð fyrir síðasta vetur, í fyrra náðuð þið hinsvegar engum titli, hver er markmið tímabilsins ?

Liðið okkar er mjög sterkt í ár og auðvitað er alltaf markmiðið að vinna allt saman. Ef við vinnum ekki titil í ár þá eru það gífurleg vonbrigði.

Hver telur þú að verði ykkar helsti keppinautur í vetur ?

Ég held að Þróttur Nes og Afturelding verði okkar helsti keppinautur, ef þau ná að halda uppi góðum liðsanda og góðu spili.

 

Leikmannahópur KA

Leikmannahópur KA hefur stækkað gífurlega, KA hafa misst fáa leikmenn en styrkt sig töluvert. Það má því búast við mjög sterkum hóp hjá KA í vetur og nokkuð ljóst að þeir koma til með að gera atlögu að öllum titlum sem í boði eru.

Vert að fylgjast með

Það verður fróðlegt að fylgjast með nýja spilaranum Quentin Moore en hann kemur til með að styrkja liðið töluvert. Annars er það liðsheildin hjá KA sem verður spennandi í vetur, það er langt síðan að þeir voru með svona stóran og sterkan hóp og verður gaman að sjá hvernig þeir ná að spila sig saman.

Quentin Moore

 

Komnir/Farnir:

Komnir:

Sigþór Helgason
Quentin Moore
Benedikt Rúnar Valtýsson

Farnir:

Valþór Ingi Karlsson
Hristiyan Dimitrov
Þórarinn Örn Jónsson

Leikmannahópur KA 2017/2018

2 Quentin Moore
7 Alexander Arnar Þórisson
9 Sævar Karl Randversson
10 Mason Casner
11 Filip Szewczyk
13 Gunnar Pálmi Hannesson
14 Ævarr Freyr Birgisson
15 Sigþór Helgason
17 Ingvar Guðbergsson
18 Vigfús Jónbergsson
20 Benedikt Rúnar Valtýsson