[sam_zone id=1]

Afturelding með sigur í Kópavogi

Einn leikur fór fram í Mizunodeild kvenna í kvöld en HK tók á móti Aftureldingu.

Þetta var fyrsti leikur HK í Mizunodeild kvenna í vetur en Afturelding hafði áður mætt Þrótti Reykjavík og haft sigur í þeim leik 3-0.

Fyrir leikinn var búist við nokkuð jöfnum og spenanndi leik enda voru þessi lið í harðri baráttu um alla titla síðasta árs. Raunin varð hinsvegar sú að Afturelding hafði sigur í leiknum 3-0 (25-20, 25-23, 25-18).

Lið Aftureldingar var mun stöðugara í leiknum á meðan ungir og óreyndir leikmenn HK lentu oft á tíðum í vandræðum. Töluverðar breytingar hafa orðið á báðum liðum en má segja að Afturelding komi til leiks með töluvert sterkara lið, með tvo erlenda spilara innanborðs. Í byrjunarliði HK í kvöld voru hinsvegar leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki í bland við reynslumeiri leikmenn.

Stigahæst í leiknum var Matthildur Einarsdóttir leikmaður HK með 13 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru María Rún Karlsdóttir og Haley Rena Hampton báðar með 12 stig.

(Mynd: A & R Photos)