[sam_zone id=1]

Stjarnan fer vel af stað í Mizuno

Þróttur Reykjavík tók á móti Stjörnunni í Laugardalshöll í kvöld. Fyrir leikinn hafði Þróttur spilað einn leik á móti Aftureldingu sem Afturelding vann 3-0, en Stjarnan var að spila sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu.

mynd: A & R Photos

Fyrsta hrina byrjaði nokkuð jafnt þangað til lið Stjörnunnar seig fram úr og komst í 21-15, þegar Þróttarar tóku leikhlé. Það dugði ekki til og Stjarnan vann hrinuna 25-19. Stjarnan byrjaði aðra hrinu betur og komst í 8-2. Þær héldu stöðugu forskoti og unnu hrinuna 25-20.

Þriðja hrina byrjaði jafnt en Þróttarar náðu fljótt forskoti og komust í 15-9, þegar Stjarnan tók leikhlé. Þróttarar virtust vera að hafa þriðju hrinu en þá kom góður kafli hjá Stjörnunni sem át upp forkostið og vann loks hrinua 26-24.

Stigahæstar í liði Stjörnunnar voru Rosilyn Rae Cummings með 20 stig og Erla Rán Eiríksdóttir með 11. María Gunnarsdóttir var stigahæst Þróttara með 11 stig og Eldey Hrafnsdóttir með 7.

mynd: A & R Photos