[sam_zone id=1]

Mizunodeild kvenna upphitun: Stjarnan

Mizunodeild kvenna fór af stað í síðustu viku og heldur hún áfram þessa vikuna, nú mætast Þróttur R og Stjarnan í kvöld og því höldum við áfram með upphitun, næsta lið með upphitun er Stjarnan.

Stjarnan

Stjarnan er eina liðið í Mizunodeild kvenna sem hefur ekki enn unnið titil. Saga liðsins í efstu deild kvenna er ekki löng og því eðlilegt að það vanti enn titil. Það fer hinsvegar að koma sá tímapunktur að félagið fari að gera atlögu að titlum.

Stjarnan endaði í 4.sæti Mizunodeildar kvenna á síðasta tímabili eftir harða baráttu við KA um 4.sætið. Stjarnan mætti HK í undanúrslitum Íslandsmótsins og tapaði þar báðum sínum leikjum. Stjarnan mætti einnig HK í undanúrslitum Kjörísbikarsins og líkt og í úrslitakeppninni þá hefði liðið einnig undir þar.

Viðtal:

Við heyrðum aðeins í þjálfara liðsins, Michael Pelletier og spurðum hann nokkura spurninga.

Á síðasta timabili misstuð þið Rosylin Ray Cummings í meiðsli og var hún út nánast allt tímabilið, verandi einn af ykkar lykilleikmönnum, hvaða þýðingu hefur það að fá hana aftur inn í liðið ?

Rosilyn er búin að leggja hart að sér til að ná heilsu og betra formi en áður. Við erum að vona að hún verði full fær á næstunni en gerum okkur þó grein fyrir því hversu slæm meiðsli þetta voru og förum því varlega.

Það hafa ekki verið miklar fréttir af leikmannamálum hjá Stjörnunni, er von á nýjum leikmönnum á næstunni ?

Við erum með góðan hóp núna og erum þéttari hópur en áður.

Nú misstuð þið tvo leikmenn til Þróttar Reykjavíkur, þær Nicole og Laufey. Eru fleiri leikmenn sem hafa yfirgefið félagið ?

Það verða alltaf leikmenn sem koma og fara, en svo lengi sem við höldum áfram að láta liðið og hópinn hafa forgang þá munum við eiga frábært tímabil.

Stjarnan komst bæði í úrslitakeppni Íslandsmótsins og undanúrslit bikarkeppninnar, hver eru markmið tímabilsins ?

Markmiðið okkar er vera mun betri tæknilega séð og ná betur saman en áður, og eru allir að vinna hart að þessum markmiðum.

Það hefur verið mikil umræða um þá ákvörðun aðalstjórnar Stjörnunnar um að hætta að styðja undir bakið á barnastarfinu, hvaða áhrif telur þú að þetta hafi á liðið?

Það er mjög leiðinlegt að við getum ekki boðið uppá barnastarf í vetur, við munum hinsvegar halda áfram að vinna í þessum málum og ef það gengur eftir þá er aldrei að vita nema við verðum komin með starfið aftur í gang fljótlega.

Hverjir telur þú að verði ykkar helsti keppinautur í vetur ?

Okkar helsti keppinautur verður fyrst og fremst alltaf næsti leikur, næsti andstæðingur.

 

 

Leikmannahópur Stjörnunnar

Leikmannahópur Stjörnunnar hefur aðeins breyst frá síðasta tímabili, liðið hefur misst 4 leikmenn og þá hefur aðeins einn leikmaður komið til félagsins. Elsa Sæný Valgeirsdóttir (sem spilaði ekkert í fyrra) og Herborg Vera Leifsdóttir hafa skipt yfir í HK á meðan Nicole Hannah Johansen og Laufey Hjaltadóttir skiptu yfir í Þrótt Reykjavík. Sofia Sjöberg, sænskur landsliðsleikmaður hefur samið við Stjörnuna um að spila með liðinu í vetur og þá er Stjarnan að endurheimta Rosilyn Ray Cummings sem hefur verið meidd og má segja að þar sé einnig að bætast við nýr leikmaður.

Vert að fylgjast með

Það verður fróðlegt að sjá hvernig sú sænska kemur til með að passa inn í Stjörnuliðið en hún kemur úr efstu deild Svíðþjóðar þar sem hún var liðsfélagi Jónu Guðlaugar Vigfúsdóttir. Þá verður einnig fróðlegt að sjá hvernig Rosilyn kemur til með að passa inn í liðið eftir meiðsli.

Komnar:

Sofa Sjöberg – Orebro Volley

Farnar:

Nicole Hannah Johansen – Þróttur Reykjavík
Laufey Hjaltadóttir – Þróttur Reykjavík
Elsa Sæný Valgeisdóttir – HK
Herborg Vera Leifsdóttir – HK

 

Leikmannahópur Stjörnunnar 2017/2018

 

1- Brynja María Ólafsdótti

2- Dýrleif Hanna Sigmundsdóttir

3 – Ragnheiður Tryggvadóttir

5 – Rosilyn Ray Cummings

7 – Ásthildur Gunnarsdóttir

9 – Rósa Dögg Ægisdóttir

10 – Pálmey Kamilla Pálmadóttir

12 – Sóley Berg Victorsdóttir

13 – Erla Rán Eiríksdóttir

14 – Heiðrún Ómarsdóttir

16 – Katrín Sara Reyes

? – Sofia Sjöberg