[sam_zone id=1]

U17 ára landslið pilta og stúlkna klár

Landsliðsþjálfarar U17 ára landsliðanna í blaki hafa valið leikmannahópa sína fyrir NEVZA verkefnið í IKAST í Danmörku um miðjan október.

Lokahóparnir eru tilbúnir hjá þjálfurunum og undirbúningur er á lokastigi fyrir ferðina til Danmerkur eftir rúmar tvær vikur. Borja Gonzalez Vicente er aðalþjálfari drengjaliðsins og Ana Maria Vidal Bouza er honum til aðstoðar.

U17 ára drengjalandslið
Hafsteinn Már Sigurðsson, Vestri
Gunnar Heimir Ólafsson, HK
Dren Morina, HK
Valens Torfi Ingimundarson, Afturelding
Börkur Marinósson, Þrótti Nes
Hlynur Karlsson, Þrótti Nes
Guðjón Berg Stefánsson, Þrótti Nes
Andri Snær Sigurjónsson, Þrótti Nes
Markús Ingi Matthíasson, HK
Elvar Örn Halldórsson, HK
Kári Kresfelder Haraldsson, Þrótti Nes
Sigvaldi Örn Óskarsson, Afturelding

Leikmenn til vara eru
Elvar Breki Árnason, HK
Hermann Hlynsson, HK

Ásta Sigrún Gylfadóttir er aðalþjálfari stúlknaliðsins og henni til aðstoðar er Tihomir Paunovski en Daniele Capriotti hefur komið að þjálfun og vali í liðið að auki.

U17 ára stúlknalandslið
Hilma Jakobsdóttir, Afturelding
Karitas Ýr Jakobsdóttir, Afturelding
Steinunn Guðbrandsdóttir, Afturelding
Matthildur Einarsdóttir, HK
Birta Rós Þrastardóttir, HK
Auður Líf Benediktsdóttir, Vestri
Tinna Rut Þórarinsdóttir, Þrótti Nes
Valdís Kapitóla Þorvarðardóttir, Þrótti Nes
Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, Þrótti Nes
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti Nes
María Bóel Guðmundsdóttir, Þrótti Nes
Eldey Hrafnsdóttir, Þrótti Reykjavík

Leikmenn til vara
Tinna Sif Arnarsdóttir, Þrótti R
Dana Gunnarsdóttir, Þróttir R
Guðrún Ósk Ólafsdóttir, Vestri
Kristín Fríða Sigurborgardóttir, Afturelding
Arna Védís Bjarnadóttir, Völsungi

Fararstjóri til Ikast er Kristín Ágústsdóttir frá Neskaupstað. Þá verður sjúkraþjálfarinn Miguel Mateo Castrillo með í för ásamt dómaranum Jóni Ólafi Valdimarssyni.

Farið er til Kaupmannahafnar að morgni 15. október og þaðan rútuferð til Ikast á Jótlandi. Leikdagar eru 16.-19. október og heimferðardagur frá Billund þann 20. október.

 

Frétt tekin af heimasíðu BLÍ en hana má sjá hér.