[sam_zone id=1]

Afturelding og Fylkir með frítt barnastarf fram að áramótum, KA með frítt út veturinn

Blakdeildir Aftureldingar og Fylkis bjóða upp á frítt barnastarf fyrir sérstaka aldurshópa fram að áramótum. Önnur félög eins og HK bjóða krökkum á öllum aldri að æfa frítt út september. Æfingar eru hafnar hjá félögum landsins og hvetjum við krakka á öllum aldri til þess að prófa blak.

Blakdeild KA tekur skrefið lengra og er frítt fyrir krakka á öllum aldri að æfa út veturinn.

Afturelding:

Blakdeild Aftureldingar býður börnum frá 7-9 ára að æfa frítt fram að áramótum. Æfingar fara fram að Varmá í Mosfellsbæ kl 15 á mánudögum og fimmtudögum. Aðrir aldurshópar fá fríar prufuæfingar til 15. September. Hér er hægt að sjá æfingatöflu Aftureldingar.

Fylkir:

Blakdeild Fylkis mun vera með frítt barnastarf fyrir 8-12 ára krakka fram að áramótum. Æfingar fara fram í Árbæjarskóla á mánudögum og miðvikudögum kl 16:30. Hér er hægt að sjá auglýsingu fyrir barnastarfið.

Blakdeild KA:

Blakdeild KA býður krökkum á öllum aldri að æfa þeim að kostnaðarlausu út veturinn. Æfingatafla blakdeildar KA verður aðgengileg 14.september en hana má sjá hér.

HK:

Blakdeild HK býður krökkum á öllum aldri að koma og æfa hjá HK frítt í september. HK er með æfingar í Fagralundi, Kórnum, og í Kópavogsskóla. Börnin geta valið sér æfingar eftir staðsetningu. Hér er æfingatafla hjá yngriflokkum HK.

Þróttur Reykjavík:

Blakdeild Þróttar Reykjavíkur býður uppá æfingar fyrir krakka á öllum aldri og er frítt fyrir krakka í 6.aldursflokki að æfa fram að áramótum. Æfingatöflu Þróttar er hægt að sjá hér.

 

Aðrar deildir sem bjóða upp á blak fyrir börn og unglinga

 

Þróttur Neskaupsstað

Völsungur

Huginn

Sindri

Vestri – fyrsti mánuður frír

Sindri

Blakdeild Keflavíkur

BF

Grundarfjörður

Víkingur Ólafsvík

Hamar – fyrsti mánuður frír

Valur Reyðarfirði

 

*Endilega láttu okkur vita ef þú veist um fleiri félög sem eru með barnastarf, á Facebook síðu Blakfrétta.