[sam_zone id=1]

KA semur við spænskan leikmann

Kvennalið KA hefur samið við spænska leikmanninn Maria Diaz Perez um að leika með liðinu í vetur.

Maria er 23 ára gömul og hefur allan sinn feril spilað á Spáni og spilað í nánast öllum deildum. Þá hefur Maria einnig spilað fyrir yngri landslið Spánar í strandblaki og varð hún Heimsmeistari U17 í Porto Rico og U21 á Spáni.

Maria kemur til með að leika á kanntinum og kemur án efa til að styrkja liðið til muna. Mikið hefur verið um komu erlendra leikmanna í deildina, bæði karla og kvenna og nokkuð ljóst að ef gæði þessara leikmanna eru mikil þá kemur þetta til með að lyfta gæðum deildarinnar töluvert uppá hærra plan.