[sam_zone id=1]

Brasilía er heimsmeistari í strandblaki

Brasilíumennirnir Evandro Goncalves og Andre Loyola urðu í dag heimsmeistarar í strandblaki karla. Loyola og Goncalves sigruðu Clemens Doppler og Alexander Horst frá Austurríki fyrir framan 10.000 áhorfendur í Vínarborg í Austurríki.

Leikurinn fór 2-0 fyrir Brasilíu (23-21, 22-20). Þetta er í sjöunda skipti sem að lið frá Brasilíu verður heimsmeistari en í fyrsta sinn fyrir Evandro og Loyola. Loyola og Evandro fá $60.000 í verðlaunafé eða um 6,4 millljónir króna.

Rússland fékk bronsið

Viacheslav Krasilnikov og Nikita Liamin frá Rússlandi sigruðu Maarten van Garderen og Christiaan Varenhorst frá Hollandi 2-0 (21-17, 21-17) í leiknum um þriðja sætið í dag. Með sigrðinu tryggði Rússland sér bronsið.

Rússland fagnar bronsinu fyrr í dag