[sam_zone id=1]

World Grand Prix: Ítalía og Brasilía spila um gullið

Ítalía og Brasilía mætast kl 12 á morgun í gullleiknum á World Grand Prix. Bæði lið sigruðu í undanúrslitunum í dag en Ítalía mætti Kína, og Brasilía mætti Serbíu. Bronsleikurinn á milli Kína og Serbíu er kl 7 í fyrramálið.

Serbía – Brasilía

Fyrr í dag fór fram undanúrslitaleikur á milli Serbíu og Brasilíu. Brasilía vann leikinn 1-3 (25-20, 23-25, 14-25, 23-25) og tryggði sig í leiðinni inn í gullleikinn.
Serbía sigraði fyrstu hrinuna 25-20, en Brasilía tók næstu hrinu 23-25. Þriðja hrinan byrjaði jafnt og var staðan 7-8 fyrir Brasilíu í fyrsta tæknihléi. Í seinna tæknihléi var staðan hins vegar orðin 11-16 fyrir Brasilíu. Brassarnir héldu áfram að gefa í í hrinunni og unnu mjög örugglega 14-25. Fjórða hrina var jöfn allan tíman en Brasilía sigraði að lokum 25-23.
Tijana Boskovic leikmaður Serbíu var lang stigahæst í leiknum með 32 stig í fjórum hrinum. Boskovic skoraði 24 sóknarstig, var með fimm hávarnir, og þrjá ása. Þrátt fyrir þennan stórleik hjá Boskovic þurfti Serbía að sætta sig við tap í dag. Stigahæst í liði Brasilíu var Tandara Caixeta með 24 stig, þar af 23 úr sókn og eitt hávarnarstig.

Kína – Ítalía

Kína og Ítalía mættust einnig í dag í undanúrslitum á World Grand Prix. Ítalía sigraði leikinn 1-3 (25-15, 23-25, 22-25, 25-27) og eru þær því komnar áfram í úrslitaleikinn á morgun. Það var margmenni á heimavelli Kína og erfitt fyrir áhorfendur að sjá sitt lið tapa í dag.
Leikurinn var jafn í byrjum og var jaafnt í stöðunni 12-12, Kína fékk þá sex stig í röð og var komið í þæginlega stöðu 18-12. Kína náði að halda forskotinu allan tíman og vann fyrstu hrinuna frekar auðveldlega 25-18. Næstu þrjár hrinur voru allar jafnar allan tímann. Ítalía náði hins vegar sigri í þeim öllum og tók því leikinn 1-3.
Paola Ogechi Egonu úr liði Ítalíu var stigahæst í dag með 26 stig, þar af 25 úr sókn og eina hávörn. Ting Zhu var stigahæst hjá Kína með 21 stig, þar af 18 sóknarstig, 2 hávarnarstig og einn ás.

Ítalía fagnar í leikslok

Gull- og Bronsleikir á morgun

Kína og Serbía mætast kl 7 í fyrramálið í bronsleiknum á World Grand Prix. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér. Ítalía og Brasilía mætast í gullleiknum kl 12. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér.

Margmenni í höllinni