[sam_zone id=1]

Þýskaland er heimsmeistari í strandblaki kvenna!

Laura Ludwig og Kira Walkenhorst frá Þýskalandi eru heimsmeistarar í strandblaki kvenna. Þær sigruðu í dag Lauren Fendrick og April Ross 2-1 (19-21, 21-13, 15-9) í úrslitaleiknum um heimsmeistaratitilinn. Laura og Kira náðu því í dag gullnu þrennunni í strandblaki, en þær eru nú þegar Ólympíumeistarar og World Tour meistarar.

Meistararnir frá Þýskalandi rétt töpuðu fyrstu hrinunni 19-21. Þær komu hinsvegar tvíefldar til baka og sigruðu aðra hrinu mjög örugglega 21-13. Oddahrinan byrjaði jafnt en í stöðunni 7-7 settu Þýsku stúlkurnar einfaldlega í annan gír og tóku hrinuna og þar með leikinn 15-9. Laura Ludwig og Kira Walkenhorst eru því heimsmeistarar í strandblaki árið 2017.

Setið í hverju sæti á Red Bull leikvanginum í Vínarborg

Bronsleikurinn

Í dag fór einnig fram bronsleikur á HM í strandblaki, en þar mættust Larissa Franca Maestrini og Talita Da Rocha Antunes frá Brasilíu, á móti Söruh Pavan og Melissu Humana-Paredes frá Kanada. Larissa og Talita tóku bronsið í æsispennandi 2-1(21-12, 16-21, 18-16) leik.

Stúlkurnar frá Kanada áttu aldrei tækifæri á því að koma sér inn í leikinn í fyrstu hrinunni. Brasilía komst strax yfir í 1-0 og jók síðan forskotið út hrinuna. Lokatölur í fyrstu hrinu, 21-12. Önnur hrina var alveg öfug við þæa fyrstu, en Brasilía komst aldrei yfir í annari hrinu. Sarah og Melissa frá Kanada tóku aðra hrinu 16-21. Í þriðju hrinu leit allt út fyrir að Kandaísku stelpurnar myndi taka sigurinn. Þær skoruðu fyrstu fimm stigin í hrinunni og komu sér í þæginlega stöðu 0-5. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Brasilía að koma sér aftur inn í leikinn og var jafnt á stöðunni í 10-10. Liðin skiptust svo á stigum þar til Talita skoraði síðasta stigið fyrir Brasilíu og tryggði bronsið.

Larissa í vörn