[sam_zone id=1]

Heimsmeistaramótið í Strandblaki: Undanúrslit og úrslit hjá körlunum á morgun

Fjórir leikir fóru fram í dag í 8-liða úrslitum á HM í strandblaki í Vínarborg í Austurríki. Eftir daginn í dag eru aðeins fjögur lið eftir í keppninni um heimsmeistaratitilinn. Undanúrslitin og úrslitin fara fram á morgun.

Saxton/Schalk (Kanada) – Evandro/Andre Loyola (Brasilía)

Fyrsti leikur dagsins var á milli Kandada og Brasilíu. Evandro og Andre Loyola frá Brasilíu sigruðu 1-2 (21-17, 20-22, 10-15) í 66 mínútna löngum leik. Kanadamennirnir byrjuðu vel, og eftir að hafa hent út Ólympíumeisturunum frá Brasilíu í gær, leit allt út fyrir að þær ætluðu að senda annað Brasilískt lið heim í dag. Brasilíumennirnir náðu hins vegar að snúa leiknum við og sigruðu næstu tvær hrinurnar.

Varenhorst/Ban Garderen (Holland) – Herrera/Gavira (Spánn)

Annar leikur dagsins var Holland – Spánn. Hollendingarnir unnu Spán í þremur hrinum (20-22, 21-19, 16-14) í æsispennandi og löngum leik. Hollendingarnir eru því komnir áfram í undanúrslitin, en Hollenska liðið fékk Wild Card inn í mótið og kom því inn með engin stig. Vegna þess hafa Varenhorst og Ban Garderen þurft að fara erfiða leið að átta liða úrslitunum, en með sigrinum í dag eru þeir komnir í 4-liða úrslitin.

Andre Loyola Stein fagnar sigri í dag

Lucena/Dalhausser (Bandaríkin) – Liamin/Krasilnikov (Rússland)

Rússland vann Bandaríkin nokkuð auðveldlega í þriðja leik dagsins. Leikurinn fór 0-2 (15-21, 18-21). Liamin og Krasilnikov frá Rússlandi héldu forystunni alla fyrstu hrinuna og komst Bandaríkin aldrei inn í leikinn. Í seinni hrinunni var leikurinn mun jafnari og jafnt var í stöðunni 16-16. Rússland fékk þá þrjú stig í röð og var staðan þá 16-19. Rússarnir kláruðu svo hrinuna og þar með leikinn 18-21.

Kantor P./Losiak (Pólland) – Doppler/Horst (Austurríki)

Síðasti leikur dagsins var á milli Póllands og Austurríkis. Austurríki sigruðu 1-2 (31-33, 21-18, 15-11) í 85 mínútna löngum leik. Þessi leikur var sá lengsti sem spilaður hefur verið á mótinu. Doppler og Horst rétt töpuðu fyrstu hrinunni eftir margfalda upphækkun. Þeir tóku samt næstu tvær og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitunum á morgun.

Mikil stemning í stúkunni í dag

Dagskráin á morgun

Á morgun eru fjórir leikir á dagskrá. Alla leikina er hægt að horfa á í beinni útsendingu hér.

kl 8
Varenhorst / Van Garderen (Holland) – Evandro / Andre Loyola (Brasilía)

kl 9
Liamin / Krasilinikov (Rússland) – Doppler / Horst (Austurríki)

kl 11:45
Bronsleikur

kl 13
Gullleikur