[sam_zone id=1]

Skráningu á Íslandsmótið í strandblaki að ljúka

Íslandsmótið í strandblaki verður haldið dagana 10.-13. ágúst næstkomandi og rennur skráningarfrestur út kl. 20:00 á föstudagskvöld.

Veillirnir í Laugardalslaug eru glæsilegir

Blakdeild Þróttar Reykjavíkur heldur Íslandsmótið í strandblaki árið 2017 og verður spilað á tveimur stöðum, í Laugardalslaug og Árbæjarlaug. Metþátttaka var á Íslandsmót síðasta árs þegar 40 lið tóku þátt og er eins búist við miklum fjölda í ár. Yfir sumarið hafa verið spiluð stigamót víðs vegar um landið og verður 5. og síðasta stigamótið haldið á Akureyri nú um verslunarmannahelgina.

Blakáhugafólk er hvatt til þess að taka þátt á þessu skemmtilega móti, en skráning fer fram hér. Geysimikil aðsókn hefur verið á strandblakssvæðum landsins í sumar enda er útbreiðsla orðin mikil um land allt. Stigahæstu lið sumarsins taka þátt í efstu deildum og er sú stigatalning reiknuð eftir árangri á stigamótum sumarsins. Aðrir, sem hafa ekki enn tekið þátt í sumar, geta engu að síður skráð sig til leiks, en taka þá þátt í neðri deildum mótsins.