[sam_zone id=1]

Heimsmeistaramótið í Strandblaki: Stórleikir í dag!

Fjögurra liða úrslitin í strandblaki hefjast á eftir en átta liða úrslitin fóru fram í morgun . Það má segja að engin úrslit hafi komið neitt sérstaklega á óvart í dag en allir fjórir leikirnir fóru 2-0 nokkuð auðveldlega. 4-liða úrslitin í dag ættu hinsvegar að vera mjög spennandi!

8-liða úrslit:

Larissa/Talita (Brasilía) – Maria Antonelli/Carol (Brasilía)

Átta liða úrslitin hófust með Brasilíuslagi á milli Larissu og Talitu, og Mariu Antonelli og Carol. Fyrirfram var Larissu og Talitu spáð sigri en þær eru sigursælustu strandblakarar í heimi. Leikurinn fór 2-0 og báðar hrinurnar voru nokkuð auðveldar en þær fóru 21-17, 21-17.

Summer/Sweat (Bandaríkin) – Ludwig/Walkenhorst (Þýskaland)

Á sama tíma og Brasilíuleikurinn var í gangi mættust Bandaríkin og Þýskaland. Ludwig og Walkenhorst eru Ólympíumeistarar í strandblaki og því voru þær mun sigurstranglegri fyrir leikinn. Bandarísku stelpurnar náðu sér aldrei á strik í leiknum og fór leikurinn 0-2 (15-21, 14-21) fyrir Þýskaland.

Wilkerson/Bansley (Kanada) – Ross/Fendrick (Bandaríkin)

Næsti leikur var Kanada á móti Bandaríkjunum. April Ross og Lauren Fendrick var spáð sigri, en April lenti í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún spilaði með Kerri Walsh. Leikurinn var mjög öruggur fyrir Bandaríkin og fór hann 0-2 (16-21, 10-21).

Pavan/Humana-Paredes (Kanada) – Laboureur/Sude (Þýskaland)

Kanadísku stúlkurnar Pavan og Humana Paredes fóru með sigur af hólmi gegn Þýskalandi í dag. Leikurinn var mjög öruggur, eins og allir leikir dagsins, og fór 2-0 (21-15, 21-16).

Lauren Fendrick (Bandaríkin) að skutla sér eftir boltanum

4-liða úrsit:

4-liða úrslitin fara fram í dag. Rosalegir strandblaksleikir verða í boði og hvetjum við alla til þess að horfa!

Larissa/Talita (Brasilía) – Ludwig/Walkenhorst (Þýskaland)

Hvað gerist þegar þú setur sigursælasta strandblakslið í heimi upp á móti nýkrýndum Ólympíumeisturum? Við fáum að komast að því í dag kl 15:30 þegar Brasilía og Þýskaland mætast í hörkuleik í 4-liða úrlitum á HM í strandblaki. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu hér.

Ross/Fendrick (Bandaríkin) – Pavan/Humana-Paredes (Kanada)

Seinni 4-liða leikur dagsins er ekki síðari en sá fyrri. Einn frægasti strandblakari í heimi, April Ross, og leikfélagi hennar Lauren Fendrick mæta Kanadísku stjörnunum Söruh Pavan og Melissu Humana-Paredes. Leikurinn er flautaður á kl 16:46 og er leikurinn er sýndur í beinni útsendingu hér.