[sam_zone id=1]

Heimsmeistaramótið í Strandblaki: Ólympíumeistararnir úr leik!

16-liða úrslit á heimseistaramótinu í strandblaki karla fór fram í dag í Vínarborg í Austurríki. 8-liða úrslitin hefjast strax í fyrramálið. Áhugavert er að Ólympíumeistararnir Bruno og Alison duttu út úr keppni í dag, jafnt sem Smedins og Samoilovs sem urðu Evrópumeistarar árið 2015.

Alison/Bruno (Brasilía) – Saxton/Schalk (Kanada)

Alison og Bruno féllu í dag úr keppni á HM í strandblaki þegar þeir töpuðu fyrir Saxton og Schalk frá Kanada. Leikurinn fór 1-2 (19-21,21-19,13-15).
Brasilíumennirnir byrjuðu af miklum krafti í fyrstu hrinu og voru tveimur til þremur stigum yfir alla hrinuna. Kanada náði hins vegar að jafna leikinn í 15-15, og svo aftur í 17-17. Kanada endaði svo á því að stela hrinunni frá Brasilíu 19-21. Bruno og Alison byrjuðu aftur mjög sterkt í annari hrinunni. Þrátt fyrir að það munaði aldrei miklu á liðunum, náði Kanada aldrei að komast yfir í allri hrinunni. Brasilía vann því aðra hrinu 21-19. Í oddahrinunni skoruðu Brasilíumenn fyrsta stigið í leiknum og komust í 1-0. Það var hinsvegar í eina skiptið sem Brasilía komst yfir í hrinunni. Kanada náði að kreista fram sigur 13-15 í lokinn með því að slá í hávörnina og út. Ólympíumeistararnir Alison og Bruno eru því úr leik og geta ekki orðið heimsmeistarar í ár.

Alison og Bruno eru dottnir úr keppni

Smedins J./Samoilovs (Lettland) – Evandro/Andre Loyola (Brasilía)

Smedins og Samoilovs duttu einnig úr keppninni í dag þegar þeir töpuðu 0-2 (22-24, 19-21) fyrir Evandro og Loyola. Lettunum var spáð langt í keppninni þar sem þeir hafa unnið margar keppnir á þessu og síðasta tímabili.
Lettland byrjaði leikinn vel og voru með yfirhöndina í fyrstu hrinunni. Lettarnir voru mest með sex stiga forskot á Brassana í stöðunni 16-10. Ótrúlegt en satt náðu Brasilíumennirnir að jafna í stöðunni 19-19, og síðan aftur í stöðunni 22-22. Brasilíumenn virtust setja í næsta gír fyrir ofan eftir þetta og skoraði Evandro ás og kom þeim í 22-23, og síðan fylgdi Loyola því upp með hávörn til þess að klára hrinuna 22-23.
Önnur hrina var mjög jöfn og spennandi fram á síðasta stig. Brasilía var þó með yfirhöndina allan tímann því Lettland náði aldrei að komast yfir í allri hrinunni. Jafnt var í stöðunni 19-19, en Brassarnir skoruðu tvö sóknarstig í röð og unnu því hrinunna 19-21, og þar með leikinn 0-2.

Dalhauser og Lucena fagna sigri í dag

8-liða úrslit

Á morgun hefjast 8-liða úrslit karla á HM í strandblaki. Á morgun eru einnig spilaðir gull og bronsleikir kvenna. Hægt er að horfa á alla leiki í beinni útsendingu hér.

Hér fyrir neðan er dagskráin.

kl 8
Varenhorst/Van Garderen (Holland) – Herrera/Gavira (Spánn)

kl 9
Saxton/Schalk (Kanada) – Evandro/Andre Loyola (Brasilía)

kl 11:15
BRONSLEIKUR KVENNA: Larissa/Talita (Brasilía) – Pavan/Humana-Paredes (Kanada)

kl 12:30
GULLLEIKUR KVENNA: Ludwig Walkenhorst (Þýskaland) – Fendrick/Ross (Bandaríkin)

kl 2
Lucena/Dalhausser (Bandaríkin) – Liamin/Krasilnikov (Holland)

kl 3:15
Kantor P./Losiak (Pólland) – Doppler/Horst (Austurríki)