[sam_zone id=1]

World Grand Prix: Brasilía heldur sér á lífi í keppninni

Brasilía sigraði Holland í dag í æsispennandi leik í World Grand Prix keppninni í dag. Leikurinn fór 3-2 (25-27, 25-23, 22-25, 25-22, 15-11). Með sigrinum náði Brasilía að halda sér á lífi í keppninni, en þær þurftu á sigri að halda, eftir tap í gær gegn Kína, til þess að eiga möguleika að komast í undanúrslitin.

Leikurinn var jafn allan tíman og það munaði sjaldan meira en tveimur stigum á liðunum allan leikinn. Brasilía nýtti sér hinsvegar mistök Hollands í oddahrinuni og náði fram sigri 15-11. Leikurinn stóð yfir í næstum tvo og hálfan klukkutíma svo það verður spennandi að sjá hvort að þessi leikur sitji eitthvað í leikmönnum hollands en þær eiga næsta leik á morgun á móti Kína.

Natalia Pereira slær á móti þrefaldri hávörn

Stigahæst í leiknum var hin hollenska Celeste Plak með 28 stig, þar af 25 úr sókn, þrjár hávarnir , og einn ás úr uppgjöf. Stigahæst í brasilíska liðinu var Tandara Caixeta með 25 stig, öll úr sókn.

Á morgun eru síðustu tveir leikirnir áður en undanúrslitin hefjast. Fyrri leikurinn er leikur Serbíu og Ítalíu kl 7:00 og er hægt að horfa á leikinn hér. Seinni leikurinn er leikur Hollands og Kína kl 11:00 og er hægt að horfa á leikinn hér.