[sam_zone id=1]

World Grand Prix: Bandaríkin úr leik!

Bandaríkin eru úr leik í FIVB World Grand Prix keppninni eftir tap gegn Ítalíu í dag. Leikurinn var æsispennandi og fór 1-3 (21-25, 25-22, 22-25, 21-25). Bandaríkin voru í riðil með Ítalíu og Serbíu, og fara efstu tvö liðin áfram í undanúrslitin. Bandaríkin töpuðu hins vegar á móti Serbíu í gær og eru því úr leik með tvö töp og enga sigra í sínum riðli.

Hin átján ára gamla Paola Ogechi Egonu átti stóran þátt í sigri Ítalíu. Paloa skoraði 32 stig í leiknum, þar af 24 úr sókn, sex úr hávörn, og tvö úr uppgjöf. Atvæðamest í liði Bandaríkjanna var kanturinn Andrea Drews með 16 stig.

Paola hátt yfir netinu í leiknum í dag.

Með tapi Bandaríkjanna, eru Ítalía og Serbía komin áfram í undanúrslitin á World Grand Prix. Ítalía og Serbía spila hins vegar um efsta sætið í riðlinum í fyrramálið kl 7:00. Liðið sem endar í fyrsta sæti mætir liðinu sem endar í öðru sæti í hinum riðlinum. Hægt er að horfa á leikinn í beinni útsendingu hér.

Í hinum riðlinum eru Brasilía, Holland, og Kína. Riðillinn er enn opinn, en núna er í gangi leikur Brasilíu og Hollands. Ef Holland sigrar Brasilíu er Brasilía búin að tapa tveimur leikjum og eru því úr leik. Ef að Brasilía sigrar, þá kemur í ljós hvaða lið fer áfram eftir leik Kína og Hollands. Kína og Holland spila á morgun kl 11:30 og hægt er að horfa á leikinn í beinni útsendingu hér.