[sam_zone id=1]

Heimsmeistaramótið í Strandblaki: 8-liða úrslit hefjast á morgun

Í dag fækkaði liðunum úr 16 niður í átta á heimsmeistaramótinu í strandblaki. Þó að átta lið séu eftir í keppninni eru aðeins lið frá fjórum löndum eftir. Löndin sem eru eftir í keppninni eru Brasilía, Bandaríkin, Þýskaland, og Kanada. Öll löndin eiga tvö lið í átta-liða úrslitunum.

Liðin átta sem eru eftir eru:
Sweat/Ross S. – Bandaríkin
Fendrick/Ross A. – Bandaríkin
Larissa/Talita – Brasilía
Carol/Maria Antonelli – Brasilía
Bansley/Wilkerson – Kanda
Pavan/Humana-Paredes – Kanada
Ludwig/Walkenhorst – Þýskaland
LAboureur/Suede – Þýskaland

Heitt á vellinum
Heitt á vellinum

Stórlið sem duttu út í dag

Mikið af góðum liðum féllu úr keppni í dag. Þar má t.d. nefna ungu og efnilegu Sara Hughes og Kelly Claes. Þær eru báðar nýútskrifaðar frá University of Southern California þar sem þær spiluðu saman strandblak í NCAA háskóladeildinni. Í dag duttu þær úr keppni eftir að lenda á móti aðeins of erfiðum andstæðingum, en þær mættu Ólympíumeisturunum Lauru Ludwig og Kiru Walkenhorst frá Þýskalandi. Sara og Kelly eru oft kallaðar “Framtíðin í stranblakinu”, en þær hafa náð mjög langt þrátt fyrir ungan aldur. Annað lið sem datt úr keppni í dag sem ber að nefna er Barbora Hermannová og Marketa Slukova frá Tékklandi. Þær voru meðal annars í öðru sæti í Evrópumeistarmótinu árið 2016, en þar unnu einmitt Ólympíumeistararnir Laura Ludwig og Kira Walkenhorst. Í dag töpuðu hinsvegara Hermannová og Slukova fyrir Ameríkönunum April Ross og Lauren Fendrick 2-1.

Rosalegur Hiti í Vínarborg

Hitinn í dag var nánast óbærilegur fyrir keppendur en dag var hitastigið hátt í 40 gráður. Það sem var enn verra er hitastigið á sandinum, en sandurinn náði á tímabili yfir 60 gráðu hita í dag. Völlurinn er vökvaður á milli leikja til þess að reyna að kæla sandinn og koma í veg fyrir það að leikmennirnir brenni sig undir iljunum. Áhorfendur eru líka reglulega kældir niður með vatnsslöngum sem er sprautað yfir stúkuna.

Vatni sprautað yfir áhorfendur
Vatni sprautað yfir áhorfendur

Næstu leikir

Á morgun hefjast átta liða úrslitin, en tveir leikir verða spilaðir í einu. Karlaliðin eru einnig að spila, en þeir keppa í 16-liða úrslum á morgun. Hægt er að horfa á alla leikina í beinni útsendingu hér.

Hér er dagskráin fyrir morgundaginn:

kl 10 Larissa/Talita – Brasilía vs. Carol/Maria Antonelli – Brasilía
kl 10 Sweat/Ross S. – Bandaríkin vs. Ludwig/Walkenhorst – Þýskaland
kl 11 Bansley/Wilkerson – Kanada vs. Fendrick/Ross A. – Bandaríkin
kl 11 Pavan/Humana-Paredes – Kanada vs. Laboureur/Sude – Þýskaland