[sam_zone id=1]

Heimsmeistaramótið í Strandblaki: 32-liða úrslitin að klárast hjá körlunum

32-liða úrslitin kláruðust í dag hjá karlaliðunum á heimsmeistaramótinu í strandblaki. Liðin hafa því verið skorin úr 32 niður í 16, og hefjast 16 liða úrslitin á morgun.

Liðin sem halda áfram í 16 liða úrslitin eru:

Diaz/Gonzales – Kúba
Varenhorst/Van Garderen – Holland
Herrera/Gavira – Spánn
Pedro Solberg/Guto Carvalhaes – Brasilía
Alison/Bruno Schmidt – Brasilía
Saxton/Schalk – Kanada
Smedins J./Samoilovs – Lettland
Evandro/Andre Loyola – Brasilía
Lucena/Dalhausser – Bandaríkin
McHugh/Schumann – Ástralía
Pedlow/Schacter – Kanada
Liamin/Krasiknikov – Rússland
Kantor P./Losiak – Pólland
Koekelkoren/Van Walle – Þýskaland
Doppler/Horst – Austurríki
Jefferson/Cherif – Katar

Nadir frá Kúbu kælir sig niður
Diaz Nadir frá Kúbu kælir sig niður

Rosalegur hiti var í dag í Vínarborg þar sem mótið fer fram en hitastigið náði hátt í 40 gráður. Það sem var enn verra er hitastigið á sandinum, en sandurinn náði á tímabili yfir 60 gráðu hita í dag. Völlurinn er vökvaður á milli leikja til þess að reyna að kæla sandinn og koma í veg fyrir það að leikmennirnir brenni sig undir iljunum. Áhorfendur eru líka reglulega kældir niður með vatnsslöngum sem er sprautað yfir stúkuna. Vonandi verður aðeins lægri hiti á morgun þegar 16-liða úrslitin eru spiluð.

16-liða úrslitin hefjast kl 9 í fyrramálið og eru allir leikirnir sýndir í beinni útsendingu. Kvennaliðin spila í átta liða úrslitum á morgun og hefjast leikirnir þeirra kl 10. Hægt að horfa á alla leikina á mótinu hér.