[sam_zone id=1]

World Grand Prix: Mihajlovic leiddi Serbíu til sigurs í oddahrinu gegn Bandaríkjunum

Brankica Mihajlovic átti stórleik í dag þegar hún leiddi Serbíu til sigurs gegn Bandaríkjunum. Leikurinn var æsispennandi og fór 3-2 (25-22, 25-17, 23-25, 18-25, 15-11). Serbía vann fyrstu tvær hrinurnar 25-22 og 25-17. Bandaríkin börðu frá sér í þriðju og fjórðu hrinu og náðu að jafna aftur leikinn eftir með því að vinna næstu tvær hrinur 23-25 og 18-25. Úr varð því spennandi oddahrina sem Serbía sigraði að lokum 15-11.

Mihajlovic

Mihajlovic var stigahæst í leiknum með 25 stig. Næst stigahæst var samlanda hennar Tijana Boskovic með 22 stig. Michelle Bratsch-Hackley í liði Bandaríkjanna var stigahæst hinum megin við netið með 17 stig.

Bæði liðin spila næst við Ítalíu. Bandaríkin mætir þeim á morgun og verða þær að vinna vilja ef þær ætla áfram í fjögurra liða úrslitin. Serbía mætir Ítalíu á föstudaginn kl 7:00.

Hægt er að horfa á endursýningu af leiknum hér.