[sam_zone id=1]

World Grand Prix: Kína komnar í góða stöðu eftir 3-0 sigur á Brasilíu

Kína var rétt í þessu að sigra Brasilíu 3-0 (25-22, 25-17, 29-27) í lokariðlinum á World Grand Prix. Kína spilar á heimavelli í Nanjing og var troðfullt í höllinni. Leikurinn var æsispennandi fram á síðustu mínútu og var þriðja hrinan mjög jöfn.

China

Brasilíukonan Tandara Caixeta var stigahæst í leiknum með 18 stig, þar af 16 úr sókn. Einnig skoraði hún einn ás og var með eina hávörn. Ting Zhu var stigahæst í liði Kína með 16 stig og Changning Zhang skoraði 15 stig.

Helsti munurinn á liðunum í dag var fjöldi mistaka. Kína gerði aðeins átta mistök í öllum leiknum en Brasilía gaf Kína nánast heila hrinu eða 21 stig með mistökum. Þetta er eitthvað sem Brasilía verður að laga ef þær ætla að sigra Holland í sínum næsta leik.

Bæði liðin mæta Hollandi næst. Brasilía mætir þeim á morgun kl 11:30, og Kína mætir þeim á föstudaginn kl 11:30.

World Grand Prix
Mikil stemning í höllinni