[sam_zone id=1]

Heimsmeistaramótið í Strandblaki: Aðeins 16 lið eftir!

32 bestu strandblakslið í heimi kepptu í dag um sæti í 16-liða úrslitunum á heimsmeistaramótinu í strandblaki. 16 stórskemmtilegir leikir fóru fram í dag og mun þessi strandblaksveisla halda áfram á næstu dögum.

Huberli - Sviss

Mótið fer fram í Vínarborg í Austurríki í mjög heitum aðstæðum. Liðin hafa spilað í hita yfir 30 gráðum, og er sandurinn stundum um 50 gráður. Í leikhléum sjást leikmenn oft með klakapoka á höfinu eða öxlunum, að reyna að kæla sig niður. Þrátt fyrir hitastigið eru aðstæður frábærar og mikil stemning í kringum mótið.

Lið Bandaríkjanna og Brasilíu eru áberandi af þeim liðum sem eftir eru, en bæði Bandaríkin og Brasilía eiga þrjú lið í 16-liða úrslitunum. Liðin sem komin eru áfram í 16-liða úrslitin eru:

Sweat/Ross S. – Bandaríkin
Claes/Hughes S. – Bandaríkin
Fendrick/Ross A. – Bandaríkin
Larissa/Talita – Brasilía
Carol/Maria Antonelli – Brasilía
Elize Maia/Taiana Lima – Brasilía
Lathi/Lehtonen – Finnland
Pavan/Humana-Paredes – Kanada
Bansley/Wilkerson – Kanada
Lidy/Leila – Kúba
Heidrich/Vergé-Dépre – Sviss
Huberli/Betschart – Sviss
Kolocova/Kvapilova – Tékkland
Hermannová/Slukova – Tékkland
Ludwig/Walkenhorst – Þýskaland
Laboureur/Sude – Þýskaland

Sextán liða úrslitin hefjast í fyrramálið kl 9:30 að íslenskum tíma. 32-liða úrslit hjá körlunum hefjast einnig á morgun. Hægt er að horfa á alla leikina í beinni útsendingu hér.

Stemning í stúkunni
Stemning í stúkunni