[sam_zone id=1]

Kvennalið KA að fá amerískan uppspilara

Kvennalið KA er að styrkja sig fyrir komandi átök í Mizunodeild kvenna en félagið samdi á dögunum við Ameríkanan Ijeoma Moronu sem kemur frá sænska liðinu Lindesberg Volley.

Ijeoma Moronu er 27 ára gömul en hún er uppspilari og kemur frá Bandaríkjunum, Ijeoma spilaði með sænska liðinu Lindesberg Volley á síðasta tímabili en Ijeoma Moronu spilaði einnig með danska liðinu Lyngby tímabilið 2012/2013 og svo aftur 2015/2016 áður en hún gekk til liðs við Lindesberg Volley.

Í heimalandi sínu lék Ijeoma fyrir Abilene Christian University háskólann.

Ijeoma kemur til með að stykja lið KA til muna en KA fékk til sín Amerískan uppspilara undir lok síðasta tímabils og sáust strax breytingar á liðinu. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig KA stelpur mæta til leiks í haust.