[sam_zone id=1]

Samantekt frá Grand Prix – Dagur 2

Önnur umferð heimsdeildar kvenna hélt áfram í gær og fóru eins og fyrr 6 leikir fram þennan daginn.

Í riðli D1 var lítil spenna í leikjum dagsins en báðir leikirnir fóru 3-0, Serbía fóru illa með heimakonur í Japan á meðan óvæntustu úrslit dagsins voru þau að Taíland gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Brasilíu 3-0.

Riðill D1

Japan-Serbía 0-3 (21-25, 20-25, 20-25)
Brasilía-Taíland 0-3 (22-25, 21-25, 27-29)

Í næsta riðli voru það síðan Ítalir sem áttu fyrsta leik gegn Bandaríkjunum en bæði þessi lið höfðu unnið sinn leik daginn áður. Þessi leikur var líka hörkuspennandi og endaði í fimm hrinum þar sem Ítalía fór að lokum með sigur af hólmi 15-13 í oddahrinunni. Sem fyrr var það hin unga Paola Egonu sem var stjarna leiksins en hún gerði 31 stig fyrir ítali.
Í hinum leiknum sigraði síðan Kína lið Tyrklands 3-0.

Riðill E1

USA-Ítalía 2-3 (22-25, 25-22, 21-25, 25-13, 13-15)
Kína-Tyrkland 3-1 (25-23, 19-25, 25-23, 25-23)

Síðasti riðill dagsins var síðan leikinn í Rússlandi en þar stigu fyrst á svið lið Hollands og Dómíníska Lýðveldið, það endaði í hörkuleik þar sem Hollendingar tryggðu sér sigur í oddahrinu 15-8 eftir að hafa lent 2-0 undir í hrinum. Hinn leikur dagsins var síðan lítið spennandi en Rússar fóru létt með Belgíu og unnu öruggan 3-0 sigur.

Riðill F1

Holland-Dómíníska Lýðveldið 3-2 (23-25, 22-25, 25-22, 25-23, 15-8)
Rússland-Belgía 3-0 (26-24, 25-14, 25-22)

Öll úrslit og helstu upplýsingar má sjá hér.