[sam_zone id=1]

Samantekt frá Grand Prix – Dagur 1

Fyrstu leikirnir í annari umferð heimsdeild kvenna fóru fram á föstudaginn en leikið er í þremur riðlum eins og hjá körlunum.

Leikar hófust í riðli D1 en þar voru það Brasilía sem tóku á móti Serbíu sem Ísland mætti einmitt fyrr í sumar. Brasilía voru þó of sterkar í þetta sinn og unnu leikinn örugglega 3-0. Í hinum leik riðilsins var ögn meiri spenna þegar Japan mætti Taílandi en þær japönsku voru þó ívið sterkari og unnu leikinn 3-1.

Úrslit

Brasilía-Serbía 3-0 (26-24, 25-17, 25-22)
Japan-Taíland 3-1 (25-19. 17-25, 25-18, 25-19)

Í Riðli E1 voru það Bandaríkin sem tóku á móti Tyrklandi í fyrsta leik og eins og í hinum leikjum dagsins var ekki mikil spenna hér en Bandaríkin unnu nokkuð örugglega 3-1. Ítalía tók síðan á móti Ólympíumeisturum Kína og unnu nokkuð óvæntan sigur 3-0 þar sem hin 18 ára Paola Egonu skoraði 21 stig.

Úrslit

USA-Tyrkland 3-1 (25-21, 24-26, 25-19, 25-12)
Kína-Ítalía 0-3 (19-25, 22-25, 21-25)

Síðustu leikir dagsins fóru síðan fram í riðli F1 en þar riðu á vaðið nágrannaríkin Holland og Belgía það er skemmst frá því að segja að Hollendingar unnu öruggan 3-0 sigur á nágrönnum sínum. Í seinni leik riðilsins bar Rússland sigurorð af Dómíníska Lýðveldinu 3-1.

Riðill F1

Holland-Belgía 3-0 (25-22, 25-19, 25-21)
Rússland-Dómíníska Lýðveldið 3-1 (16-25, 25-23, 25-21, 25-14)

Öll úrslit og tölfræði leikja má sjá hér.

Einnig viljum við minna á að allir leikirnnir eru sýndir beint á Youtube rás FIVB sem má finna hér.