[sam_zone id=1]

Bjarki Benediktsson í HK

Karlalið HK hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Mizunodeild karla en hinn ungi og efnilegi Bjarki Benediktsson hefur áveðið að ganga til liðs við félagið frá Þrótti Nes.

Bjarki gekk til liðs við Þrótt Nes um mitt síðasta tímabil frá Aftureldingu en Bjarki hafði allan sinn feril spilað með Aftureldingu.

Bjarki kemur til með að styrkja leikmannahóp HK en liðið hefur misst marga leikmenn undanfarið og því kærkominn liðsstyrkur fyrir liðið. Bjarki er aðeins 19 ára gamall og á að baki nokkra leiki með yngri landsliðum Íslands.