[sam_zone id=1]

Benedikt Rúnar Valtýsson í KA

Benedikt Rúnar Valtýsson hefur ákveðið að ganga til liðs við KA frá Stjörnunni og leika með þeim í Mizunodeild karla í vetur.

Benedikt Rúnar er uppalinn í KA og gekk hann til liðs við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil, hann hefur hinsvegar ákveðið að snúa aftur norður og spilar því með KA í vetur.

Benedikt er 21 árs gamall og á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands, þá spilaði Benedikt fyrir Íslands hönd í strandblaki á Smáþjóðaleikunum í San Marinó í lok mai á þessu ári.