[sam_zone id=1]

Theódór Óskar Þorvaldsson til BK Tromso

Theódór Óskar Þorvaldsson fyrirliði HK skrifaði í dag undir 1 árs samning við norska liðið BK Tromso.

Theódór Óskar Þorvaldsson skrifaði í dag undir 1 árs samning við norska úrvalsdeildarliðið Tromso.

Theódór Óskar hefur undanfarin ár spilað með HK í Mizunodeild karla og var hann m.a. fyrirliði liðsins síðasta vetur. Theódór hefur allan sinn ferill spilað með HK að undanteknu einu tímabili þar sem hann lék í Belgíu.

Theódór Óskar mun hitta fyrir Kristján Valdimarsson liðsfélaga sinn hjá íslenska landsliðinu, en Kristján Valdimarsson hefur spilað með Tromso undanfarin ár.

Við heyrðum í Theódóri og spurðum hann aðeins út í þessi félagaskipti.

Hvernig leggst þetta í þig ?

“Þetta leggst vel í mig. Er spenntur fyrir þessari nýju áskorun og þetta verður stórt skref fyrir mig. Samt alltaf erfitt að fara út fyrir landsteinana frá sínum nánustu.”

Hvers vegna Tromso ?

“Þjálfarinn þeirra hafði samband við mig eftir að við spilum við þá með HK á Nevza félagsliða í Dannmörku og hafði áhuga á því að fá mig í sitt lið. Eftir það gengu tölvupóstar hægt á milli en allt fór þetta að skýrast eftir landsliðið núna í vor.”

Hvenar ferðu út ?

“Það er ekki allveg komið á hreint, en á allra næstu vikum”