[sam_zone id=1]

World Grand Prix: Samantekt frá degi 3

World Grand Prix mótið er í fullum gangi þessa dagana. Í gær fóru fram sex leikir í efstu deildinni, en í efstu deildinni eru tólf lið sem keppa um Grand Prix titilinn.

Við ætlum að fara aðeins yfir úrslit leikja frá því í gær og fara svo yfir stöðuna í deildinni.

Riðill A1

Serbía – Belgía 3-0 (25-18, 25-18, 25-18)
Tyrkland – Brasilía 2-3 (26-24, 17-25, 18-25, 25-22, 13-15)

Riðill B1

Rússland – Ítalía 2-3 (21-25, 29-27, 26-24, 24-26, 10-15)
Kína – Bandaríkin 0-3 (22-25, 22-25, 21-25)

Riðill C1

Holland – Japan 2-3 (25-17, 25-21, 18-25, 22-25, 9-15)
Thailand – Dóminíska lýðveldið 1-3 (22-25, 25-22, 22-25, 18-25)

Serbía fer ósgirað í gegnum fyrstu helgina og fengu í raun ekki á sig hrinu í leikjunum þremur. Serbía sem fékk silfur á síðustu Ólympíuleikum fór nokkuð létt í gegnum sína leiki og virka í fantaformi. Ísland og Serbía áttust við í undankeppni HM fyrr í sumar og hafði Serbía þar betur 3-0. Brankica Mihajlovic var atkvæðamest í liði Serbíu og var hún stigahæst í öllum leikjunum með samtals 58 stig eða tæp 19 stig í leik að meðaltali.

Bandaríkin koma næst á eftir Serbíu en þær unnu einnig alla sína leiki, þó fór einn leikur í oddahrinu og því eru þær neðar á töflunni.

Efsti 6 liðin eftir fyrstu keppnishelgina má sjá hér fyrir neðan en annars er hægt að sjá öll úrslit og stöðuna í deildinni hér.

(Á myndinni má sjá Brankicu Mihajlovic stigahæsta leikmann Serbíu á mótinu.)