[sam_zone id=1]

World Grand Prix: Samantekt frá degi 2

World Grand Prix mótið er í fullum gangi þessa dagana. Í gær fóru fram sex leikir í efstu deildinni, en í efstu deildinni eru tólf lið sem keppa um Grand Prix titilinn.

China

 
Mest spennandi leikur gærdagsins var líklegast leikur Kína og Rússlands. Kína er í fyrsta sæti á heimslistanum, en Rússland í því fimmta. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði í oddahrinu þar sem Kína marði sigur 16-14 í leik sem stóð yfir í tvo klukkutíma og tuttugu mínútur.
Hér fyrir neðan eru úrslit gærdagsins úr efstu deildinni.

Riðill A1

Tyrkland – Belgía 3-1 (23-25, 25-20, 25-20, 25-16)
Brasilía – Serbía 0-3 (19-25, 20-25, 19-25)

Riðill B1

Kína – Rússland 3-2 (24-26, 25-21, 16-25, 27-25, 16-14)
Ítalía – Bandaríkin 0-3 (21-25, 22-25, 19-25)

Riðill C1

Holland – Taíland 3-0 (25-20, 26-24, 25-16)
Dóminíska lýðveldið – Japan 3-1 (25-20, 25-19, 24-26, 29-27)