[sam_zone id=1]

Kate Yeazel á förum frá Aftureldingu!

Kate Yeazel, sem spilaði með liði Aftureldingar á síðasta leiktímabili, er á förum frá félaginu þar sem hún hefur skrifað undir samning hjá ΑΣΠ ΚOΡΙΝΘΟΣ (ASP Korinthos) í A2 deildinni á Grikklandi.

Kate spilaði lykilhlutverk hjá Aftureldingu síðasta vetur. Hún var valin í draumalið deildarinnar sem besti díóspilari í Mizunodeildinni. Yeazel var í byrjunnarliði Aftureldingar í nánast hverjum einasta leik og hún skoraði að meðaltali 3.5 stig í hrinu.

Það er ljóst að Afturelding hefur í stórt skarð að fylla, en á dögunum skrifaði landsliðskonan María Rún Karlsdóttir undir samning með félaginu. María spilar hinsvegar kantstöðu og því verður gaman að fylgjast með því hvernig Eduardo Berenguer Herrero mun stilla upp liðinu. Einnig verður áhugavert að fylgjast með því hvort að Ceannia Kincade, hin ameríska stúlkan sem spilaði með Aftureldingu í vetur, verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili.

Blakfréttir.is óska Kate góðs gengis á nýjum slóðum.