[sam_zone id=1]

Heimsdeildin (World League): Kanada tryggði sér brons

Í gær fór fram leikur Kanada og Bandaríkjana í leik um bronsið í World League.

Kanada og Bandaríkin mættust í gær í leik um bronsið í Heimsdeildinni 2017, Kanada tapaði fyrir Frakklandi 3-1 í undanúrslitum á meðan Bandaríkjamenn töpuðu 3-1 fyrir Brasilíu.

Kanada voru að spila uppá verðlaun í fyrsta skipti í sögu Heimsdeildarinnar á meðan Bandaríkin voru að spila uppá verðlaun í sjöunda skipti. Bandaríkin hafa þrisvar sinnum fengið brons, einu sinni fengið silfur og tvisvar sinnum fengið gull.

Kanada undir stjórn frakkans Stéphane Antiga hafa tekið miklum framförum og náðu í gær verðskulduðum sigri á Bandaríkjunum 3-1 (18-25, 25-20, 25-22, 25-21).

Stigahæstir í leiknum í gær voru Taylor Sander og David Smith frá Bandaríkjunum, báðir með 14 stig.

Alls mættu 17.000 áhorfendur á leikinn sem er áhorfendamet í keppninni í ár.