[sam_zone id=1]

Fjölgun í deildarkeppni BLÍ 2017-2018

Íslandsmótið 2017-2018 verður það stærsta hingað til. Skráningar vegna næsta leiktímabils hafa aldrei verið fleiri, 100 talsins.

Mótanefnd BLÍ hefur tekið á móti um 100 skráningum í Íslandsmótið. Enn á þó eftir að staðfesta lið með staðfestingargjaldi en það verður ljóst á næstu dögum. Aðeins eru 5 lið skráð í Úrvalsdeild karla á næstu leiktíð, Afturelding, HK, KA, Stjarnan og Þróttur Nes. Í Úrvalsdeild kvenna verða sömu lið auk Völsungs og Þróttar Reykjavíkur, alls 7 lið. Markmiðið fyrir leiktíðina var að fjölga liðum í efstu deildum en það gekk ekki eftir. Þó hefur verið smíðuð ný reglugerð um mótahaldið sem leikið verður eftir að einhverju leyti í vetur sem stuðlar að fjölgun í efstu deild.

Mest er fjölgun liða í neðri deildum Íslandsmótsins. Ný félög eru að koma inn með lið og sum félög að fjölga liðum hjá sér. Næst efstu deildir karla og kvenna hafa 8 lið hvor deild og svo er hver deild þar fyrir neðan með 12 lið þar sem spilað er í tveimur riðlum yfir veturinn.

 

(Frétt tekin af heimasíðu BLÍ en hana má finna hér.)