[sam_zone id=1]

World Grand Prix: Samantekt frá degi 1

Í gær fór World Grand Prix mótið í gang þar sem 32 bestu kvennalandsliðin í heiminum eru að spila í þremur deildum.

Bethania de la Cruz de Pena og Brenda Castillo frá Dóminíska lýðveldinu

Í 1.deild eru 12 lið sem spila yfir 4 keppnishelgar, þessum 12 liðum er svo skipt niður í 3 riðla hverja keppnishelgi og spila þar allir á móti öllum. Efsta deildin keppir um Grand Prix titilinn, en 2. deildin keppir um þáttökurétt í 1. deild að ári, og 3. deildin keppir um þáttökurétt í 2.deildinni.

Í gær hófst 1.umferð 1.deildar og má sjá úrslit gærdagsins hér fyrir neðan:

Riðill A1

Belgía – Brasilía 0-3 (22-25, 23-25, 18-25)
Tyrkland – Serbía 0-3 (19-25, 17-25, 15-25)

Riðill B1

Kína – Ítalía 3-1 (25-20, 20-25, 25-23, 25-20)
Bandaríkin – Rússland 3-2 (22-25, 25-19, 25-27, 25-16, 15-11)

Riðill C1

Holland – Dóminíska lýðveldið 3-0 (25-21, 25-19, 25-21)
Japan – Taíland 3-2 (25-19, 18-25, 25-14, 22-25, 15-9)