[sam_zone id=1]

World Grand Prix farið af stað hjá konunum

World Grand Prix keppnin hófst í dag en Grand Prix keppnin er ætluð kvennalandsliðum og er svipuð og World League hjá körlunum.

Í ár er 25. árið sem Grand Prix er haldið og fer það fram dagana 7. júlí til 8.ágúst. Í ár taka 32 lið þátt og líkt og í World League þá er skipt niður í 3 deildir. Í 1. og 2. deild eru 12 lið en í 3. deild eru 8 lið.

Deild 1 er sú deild sem spilar uppá Grand Prix titilinn og er þeirri deild skipt niður í 3 riðla og er þeim riðlum róterað hverja af þessum fjórum helgum. Líkt og í World League hjá körlunum þá er hver riðill innan 1.deildar spilaður á mismunandi stöðum og því ferðast liðin töluvert. Á sama tíma fá flestar þjóðirnar tækifæri til að halda riðil í sínu heimalandi. Í 1.deild taka þátt eftirfarandi þjóðir: Brasilía, Kína, Bandaríkin, Rússland, Japan, Serbía, Ítalía, Tyrkland, Holland, Thailand, Belgía og Dóminíska Lýðveldið. Efstu 5 liðin eftir umferðirnar fjórar fara áfram í úrslit ásamt því liði sem heldur lokamótið en spilað verður til úrslita í sex liða riðli.

Í 2.deild er spilað uppá réttin til að leika í 1.deild árið eftir. Eins og í 1.deild þá eru 12 þjóðir sem spila í deildinni og er einnig skipt niður í 3 riðla og spilað fjórar helgar. Liðin sem taka þátt eru: Argentína, Búlgaría, Kanada, Tékkland, Þýskaland, Kasakstan, Kenía, Kórea, Perú, Pólland, Puerto Rico og Króatía. Efstu þrjú liðin eftir umferðirnar fjórar fara áfram í úrslit ásamt liðinu sem heldur úrslitariðilinn en spilað verður til úrslita í fjögra liða riðli.

Í 3.deild er spilað uppá réttin til að leika í 2.deild árið eftir, Aðeins eru 8 lið í 3.deild og er spilað í 4 riðlum en aðeins spilaðar tvær helgar. Liðin sem taka þátt eru: Ástralía, Algería, Aserbaijan, Kamerún, Kólumbía, Ungverjaland, Mexikó og Fílabeinsströndin. Efstu þrjú liðin eftir umferðirnar fjórar fara áfram í úrslit ásamt liðinu sem heldur úrslitariðilinn en spilað verður til úrslita í fjögra liða riðli.

Öll úrslit ásamt leikjaplani má finna hér.