[sam_zone id=1]

Sigþór Helgason í KA

Karlalið KA er að styrkja sig fyrir átökin í vetur í Mizunodeild karla en Sigþór Helgason hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið.

Hinn tvítugi Sigþór Helgason lék með Aftureldingu í Mizunodeild karla fyrri hluta tímabils í fyrra en skipti svo yfir í 1.deildar lið Hamars frá Hveragerði og lék þar seinni hluta tímabils.

Sigþór kemur til með að styrkja lið KA og mögulega eru fréttir af frekari félagaskiptum til félagsins á næstu dögum.