[sam_zone id=1]

María Rún Karlsdóttir í Aftureldingu

María Rún Karlsdóttir fyrirliði Þróttar Neskaupsstað í blaki mun leika með Aftureldingu næsta vetur og er ljóst að hún mun styrkja lið Aftureldingar töluvert.

María Rún hefur á síðustu árum verið lykilleikmaður Þróttar og fyrirliði liðsins og þeirra stigahæsti leikmaður undanfarin ár. María Rún hefur spilað með yngri landsliðum Íslands frá 14 ára aldri og hefur á undanförnum árum verið mikilvægur leikmaður í A-landsliði Íslands. María Rún er nýkrýndur Evrópumeistari Smáþjóða í blaki þar sem hún átti mjög góða leiki með íslenska landsliðinu.