[sam_zone id=1]

Heimsdeildin (World League): Undanúrslit hefjast í dag

Síðustu leikjum í sex liða úrslitum Heimsdeildarinnar lauk í gær og er því ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum sem hefjast í dag.

Sex liða úrslit voru leikin í tveimur þriggja liða riðlum.

Í A riðli voru Brasilía, Kanada og Rússland og voru það Brasilíu menn sem enduðu efstir með tvo sigra, næstir á eftir þeim komu Kanada menn með einn sigur og eitt tap. Rússar eru hinsvegar úr leik með tvö töp.

Í B riðli voru Frakkland, Bandaríkin og Serbía og voru það Frakkar sem senduðu efstir með tvo sigra, næstir á eftir þeim komu Bandaríkja menn með einn sigur og eitt tap. Það voru svo Serbía sem falla úr leik með tvö töp.

Leikirnir í undanúrslitum eru þessir:

Brasilía – Bandaríkin, 18:05

Frakkland – Kanada, 20:40

Báða leikina er hægt að sjá á Youtube rás FIVB