[sam_zone id=1]

Heimsdeildin (World League): Liðin sem leika til úrslita – Frakkland

Final 6 í Heimsdeildinni hófst í vikunni en leikið er til úrslita í Brasilíu og leikið er uppá Heimsdeildarbikarinn.

Við ætlum að fara aðeins yfir liðin sem taka þátt í Final 6 og kynna liðin aðeins ásamt því að fara yfir sögu liðana í keppninni sem og skemmtilega tölfræði.

Frakkland:

Frakkar enduði í 1. sæti í riðlakeppninni með 8 sigra úr 9 leikjum. Frakkar eru í 9. sæti á heimslista FIVB. Laurent Tillie hefur þjálfað Frakkland frá árinu 2012 og á þeim tíma tókst þeim að vinna World League árið 2015. Frakkar urðu einnig Evrópumeistarar árið 2016 og náðu svo í brons í World League það ár.

Frakkland hefur tekið þátt 22 sinnum í keppninni og 7 sinnum komist í úrslit. Þá hafa frakkar aðeins 1 sinni unnið keppnina og var það árið 2015.

Frakkland hóf Final 6 með leik gegn Bandaríkjunum sem frakkar unnu 3-2. Næst beið þeirra leikur gegn Serbíu og unnu frakkar þann leik einnig 3-2. Frakkar mæta svo Kanada í undanúrslitum seinna í dag.

Ef við förum aðeins yfir leikmannahóp Frakklands þá telur leikmannahópurinn alls 3.535 cm í hæð og er meðalhæð leikmanna 196 cm sem er það lægsta í úrslitum keppninar. Hávaxnasti leikmaður Frakklands er hinn 28 ára gamli Kevin Le Roux en hann er 209 cm á hæð. Lágvöxnustu leikmenn Frakklands eru hinsvegar hinn 28 ára gamli Benjamin Toniutti og 27 ára gamli Nicolas Rossard sem eru báðir 183 cm á hæð.

Skemmtilegt tölfræði um liðið:

Meðalhæð: 196 cm
Hávaxnasti leikmaður: Kevin Le Roux, 209 cm
Lágvöxnustu leikmenn : Benjamin Toniutti og Nicolas Rossard, 183 cm
Fjöldi leikmanna yfir 200 cm: 7/18
Heildarhæð leikmanna: 3.535 cm

Leikjahæsti leikmaður: Pierre Pujol, 256 leikir
Heildarleikir leikmanna: 1545 leikir
Fjöldi leikmanna með 0 leiki: 4/18

Elsti leikmaður liðsins: Pierre Pujol, 32 ára
Yngsti leikmaður liðsins: Barthélémy Chinenyeze, 19 ára
Meðalaldur liðsins: 25 ár

Hæsta smasshæð: Nicolas Le Goff, 365 cm
Meðal smasshæð: 344 cm