[sam_zone id=1]

Heimsdeildin (World League): Brasilía og Frakkland í úrslit

Í dag fóru fram undanúrslit í World League og mættust þar annarsvegar Brasilía og Bandaríkin og hinsvegar Frakkland og Kanada.

Undanúrslit hófust með leik Brasilíu og Bandaríkjana og var það Brasilía sem hafði sigur 3-1 (25-20, 23-25, 25-20, 25-19). Brasilía er því komið í úrslitaleikinn í 16. skipti í sögunni. Bandaríkjamenn spila hinsvegar um bronsið.

Stigahæstur í leiknum var Taylor Sander leikmaður Bandaríkjana með 20 stig, stigahæstur hjá Brasilíu var Wallace De Souza með 18 stig.

 

Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Frakkland og Kanada. Þrátt fyrir góða spretti Kanada manna þá var það ekki nóg og höfðu Evrópumeistarar frakka betur í leiknum 3-1 (25-19, 22-25, 25-19, 25-21). Frakkar eru því komnir í úrslit í þriðja skipti í sögunni og eiga möguleika á að vinna titilinn í annað skipti, en frakkar unnu Heimsdeildina árið 2015.

Stigahæstur í leiknum var frakkinn Earvin Ngapeth með 24 stig, stigahæstur í liði Kanada var John Gordon Perrin með 15 stig.

Það verða því Bandaríkin og Kanada sem spila um bronsið annaðkvöld kl 23:00 og svo Brasilía og Frakkland sem spila um gullið kl 02:05 aðra nótt.